Ókeypis heimsending.

Elstu úramerki í heimi

Eins og margir vita, þá er úrsmíði ofboðslega gömul starfsgrein. Hægt er að fara enn lengra til baka þegar talað er um klukkur eða almenn tól til að mæla tíma, því í raun er það allt sem úr eða klukkur eru: tæki til þess að mæla tíma. Í fyrri tíð voru ekki merki eða fyrirtæki á bak við úrin, sem voru þá ekki armbandsúr eins og við þekkjum í dag. Eru fyrstu úrin gerð í Nuremberg í Þýskalandi á 16. öld af Peter Henlein. Fyrsta úrið sem hann gerði var hálsmen sem hafði á sér klukku. Þessi fyrstu úr eru best þekkt sem Nuremberg eggin þar sem þau, eins og sést á myndinni, eru í laginu eins og egg.

Þó að fyrsta úrið hafi verið gert í Þýskalandi, þá eru Svisslendingar þekktastir fyrir þessa grein. Þá, líkt og í dag, var Genf ein aðalhöfuðborg úra. Undir lok 17. aldar fóru klukkugerðarmenn að streyma frá Ítalíu og Frakklandi, sem voru að flýja kaþólsku kirkjuna, og veitti Sviss þeim griðarstað. Með þessu kom mikil menning um klukkugerð og úrsmíði inn í Sviss.  Bretar voru einnig að vinna að úrum og klukkum, en á seinni árum 17. aldar var enski úrsmiðurinn Thomas Tompion fyrstur til að gera það nákvæm úr að þau höfðu mínútuvísi og gerði hann jafnframt klukkuna fyrir Greenwich stöðina sem GMT er kennt við í dag. Eins og heyrist er saga úra löng of ef klukkur eru taldar með þá er hún enn lengri. Á þessum tíma voru þetta bara sjálfskipaðir smiðir sem að gerðu þetta án þess að setja nöfn sín á skífurnar og voru engin úra merki, heldur bara úrsmiðir.

Greinin hefur ekki hætt að þróast og þrátt fyrir að þetta sé mjög gamalt fag, þá eru ennþá ný merki sem spretta upp. Yngsta merkið hjá okkur er til dæmis NOMOS Glashütte sem hófu gang sinn árið 1990 og fórum við betur út í þá í fyrri grein. Merki líkt ROLEX sem eru yfir 100 ára gömul og stofnuð í upphafi 20. aldar eru því tiltölulega ung á þessari tímalínu. Þrátt fyrir það er ROLEX einn áhrifamesti framleiðandi sögunnar.

Nýjasta merki Michelsen er Breitling sem fagnaði 140 ára afmæli í fyrra, og var því stofnað af Leon Breitling árið 1884. Merkið átti eftir að ganga niður í þrjár kynslóðir og hefur það átt nokkur eigandaskipti síðustu 50 ár. Við höfum nú þegar skrifað þó nokkrar greinar um merkið og hvetjum ykkur til að bæta þeim á leslistann.

Elsta merkið hjá okkur í Michelsen 1909 er Longines sem var stofnað árið 1832 í St. Imier í Sviss. Þrátt fyrir að vera næstum því 200 ára gamalt, er það tæpum 100 árum yngra en merkið sem elst er. Longines er ekki bara gamall úraframleiðandi heldur er merki Longines, sem oft er kallað vængjaða stundaglasið, elsta skráða vörumerki heims sem er ennþá í notkun.  Árið 1878 gerðu þeir sína fyrstu skeiðklukku til að tímataka íþróttir, þá voru allir eiginleikar úrsins í krónunni þar sem þú byrjaðir/stöðvaðir og endurstilltir skeiðklukkuna.

Mitt uppáhalds merki er Vacheron Constantin sem er með elstu framleiðendum heims, stofnað árið 1755 og fagnar þar með 275 ára afmæli í ár. Í tilefni þess byrjuðu þeir árið með látum og gáfu út úr sem ég tel, þrátt fyrir að það hafi komið út í janúar, að það sé og verði flottasta úr ársins. Úrið sem um ræðir er ný stál gerð af sögulega Vacheron Constantin 222 úrinu sem hefur notið mikillar hylli.

Elsti úraframleiðandi heims er Blancpain, sem verður 290 ára í ár og er þar með stofnað árið 1735. Merkið er ekki bara gamalt heldur var það fjölskyldufyrirtæki í rúm 200 ár þar sem það fór kynslóð eftir kynslóð. Þekktasta úr Blancpain er ábyggilega Fifty Fathoms kafara úrin þeirra. Blancpain er svolítið einstakur framleiðandi þar sem að þeir hafa aldrei gert rafknúið úr, öll úr í sögu þeirra eru annað hvort handtrekkt eða sjálftrekkt. Árið 1992 var það yfirtekið af Swatch Group og nú til dags er það talið í hæsta gæða flokki.