Yfirburðir í smíðum
ROLEX ÚRSMÍÐI
Framtíðarsýn er kjarninn í viðhorfi og gjörðum Rolex. Hugmyndin um sjálfbærni hefur alltaf verið hornsteinn í þróun merkisins: að bjóða upp á sígild og endingargóð úr sem standast tímans tönn og kappkosta að hlúa að kynslóðum framtíðarinnar með margs konar samstarfi, framtaksverkefnum og aðgerðum.
Þessi nálgun endurspeglar „Perpetual“ viðhorfið sem hefur verið drifkraftur fyrirtækisins allt frá stofnun þess. Viðhorf sem færir saman hæfileika margra og krefst þrotlausrar vinnu, dag eftir dag, ár eftir ár. Krefjandi og strangt verkefni. Óþreytandi leit Rolex að yfirburðum.
GRUNDVALLARSÝN HANS WILSDORF
Allt frá 1905 hefur Rolex viðhaldið grundvallarsýn stofnanda þess, Hans Wilsdorfs, sem leit á armbandsúrið sem hlut framtíðarinnar og tákn um nútímann. Hans Wilsdorf gjörbylti heimi úrsmíðanna með því að sigrast á þremur stórum áskorunum: að framleiða lítil en nákvæm gangverk, að hanna sterkan og vatnsheldan úrkassa sem verndar gangverkin frá umhverfinu og að lokum, að útbúa úrið með sjálfvindumekanisma sem býður notandanum upp á meiri þægindi.
HÖFUÐREGLUR ROLEX FRAMLEIÐSLUNNAR
Hvert Rolex úr er hannað, framleitt og prófað með stöðugri athygli að minnstu smáatriðum. Þessi einstaka nálgun kemur fram í mörgum grundvallareiginleikum sem öll Rolex úr búa yfir: nákvæmni, vatnsþéttni, sjálfsstjórn, styrkleika, einfaldleika, handverki, þægindum og endingu. Þessar mikilvægu tæknilegu og hönnunar grundvallarreglur hafa alltaf verið leiðbeinandi í Rolex framleiðslunni. Þær eru loforð til notandans um einstakt úr með eiginleika sem eru tákn um einstaka sérþekkingu.
HÖFUÐREGLUR ROLEX FRAMLEIÐSLUNNAR
Hvert Rolex úr er hannað, framleitt og prófað með stöðugri athygli að minnstu smáatriðum. Þessi einstaka nálgun kemur fram í mörgum grundvallareiginleikum sem öll Rolex úr búa yfir: nákvæmni, vatnsþéttni, sjálfsstjórn, styrkleika, einfaldleika, handverki, þægindum og endingu. Þessar mikilvægu tæknilegu og hönnunar grundvallarreglur hafa alltaf verið leiðbeinandi í Rolex framleiðslunni. Þær eru loforð til notandans um einstakt úr með eiginleika sem eru tákn um einstaka sérþekkingu.
YFIRBURÐANÁLGUN AÐ ÚRSMÍÐI
Skífurnar á Rolex úrum eru áletraðar með orðinu „Superlative“. Þessi áletrun tryggir að öll úr sem fara frá verkstæði framleiðslunnar hafi staðist sérstaklega erfið próf sem Rolex lætur gera í eigin rannsóknarstofum sínum, samkvæmt þeirra eigin ströngu skilyrðum. Þessi próf eru ekki bara gerð á gangverkinu heldur líka á samsetta úrinu þegar búið er að setja gangverkið í kassa. Það tryggir yfirburða frammistöðu á úlnliðnum hvað varðar nákvæmni, vatnsheldni, sjálftrekkingu og power reserve.
YFIRBURÐANÁLGUN AÐ ÚRSMÍÐI
Skífurnar á Rolex úrum eru áletraðar með orðinu „Superlative“. Þessi áletrun tryggir að öll úr sem fara frá verkstæði framleiðslunnar hafi staðist sérstaklega erfið próf sem Rolex lætur gera í eigin rannsóknarstofum sínum, samkvæmt þeirra eigin ströngu skilyrðum. Þessi próf eru ekki bara gerð á gangverkinu heldur líka á samsetta úrinu þegar búið er að setja gangverkið í kassa. Það tryggir yfirburða frammistöðu á úlnliðnum hvað varðar nákvæmni, vatnsheldni, sjálftrekkingu og power reserve.
EKKI BARA VOTTUN, HELDUR VIÐHORF
Þess vegna er hægt að lýsa öllum hlutunum í Rolex úri sem „superlative“. Hvert þeirra þarf að gangast undir stöðug, ströng próf, allt frá fyrstu hönnun til lokasamsetningar. Orðið „superlative“ þýðir því meira en vottun á úrverki. Það lýsir viðhorfi sem ríkir í öllum deildum fyrirtækisins og hvetur áfram allt starfsfólk Rolex, sama hvaða starfi það gegnir.
EKKI BARA VOTTUN, HELDUR VIÐHORF
Þess vegna er hægt að lýsa öllum hlutunum í Rolex úri sem „superlative“. Hvert þeirra þarf að gangast undir stöðug, ströng próf, allt frá fyrstu hönnun til lokasamsetningar. Orðið „superlative“ þýðir því meira en vottun á úrverki. Það lýsir viðhorfi sem ríkir í öllum deildum fyrirtækisins og hvetur áfram allt starfsfólk Rolex, sama hvaða starfi það gegnir.
NÝSKÖPUN Í VERKI
Yfirburða frammistaða næst með stöðugri vinnu, bæði frá iðnaðinum og fólki, og með því að efast stöðugt um kunnáttu manns og leitast við að bæta tækni, verkfæri og próf. Þessi nýsköpun er merkinu eðlislæg, eins og sjá má á yfir 600 einkaleyfaumsóknum frá Rolex allt frá stofnun þess.
NÝSKÖPUN Í VERKI
Yfirburða frammistaða næst með stöðugri vinnu, bæði frá iðnaðinum og fólki, og með því að efast stöðugt um kunnáttu manns og leitast við að bæta tækni, verkfæri og próf. Þessi nýsköpun er merkinu eðlislæg, eins og sjá má á yfir 600 einkaleyfaumsóknum frá Rolex allt frá stofnun þess.
ÞAR SEM ÖLL SÉRKUNNÁTTA KEMUR SAMAN
Rolex hefur fellt saman öll svið sérkunnáttu í úrsmíði í framleiðslunni og getur þannig sett sínar eigin reglur og haldið áfram leit sinni að yfirburðum. Valið um sjálfsstæði hefur mótað einkenni merkis sem býr á krossgötum virtrar hefðar og nýjustu tækni. Þetta kemur fram á framleiðslustöðunum fjórum sem eru allir í Sviss, með yfir 9.000 starfsmönnum.
ÞAR SEM ÖLL SÉRKUNNÁTTA KEMUR SAMAN
Rolex hefur fellt saman öll svið sérkunnáttu í úrsmíði í framleiðslunni og getur þannig sett sínar eigin reglur og haldið áfram leit sinni að yfirburðum. Valið um sjálfsstæði hefur mótað einkenni merkis sem býr á krossgötum virtrar hefðar og nýjustu tækni. Þetta kemur fram á framleiðslustöðunum fjórum sem eru allir í Sviss, með yfir 9.000 starfsmönnum.
Skildu eftir svar
Þú verður að skrá þig inn til þess að rita athugasemd.