Ókeypis heimsending.

Saga Breitling Superocean

Saga Breitling Superocean

Við hjá Michelsen 1909 höfum áður farið yfir áhrif Breitling á fluggeirann, en háloftin eru ekki eini staðurinn sem Breitling hefur sigrað. Merkið á sér einnig ríka sögu í sjónum og þar með kafaraúrum, en sú saga spannar nærri 70 ár. Áður hef ég skrifað um tilgang og fræðina á bak við kafaraúr, í grein minni um mín 5 uppáhalds kafaraúr í búðinni okkar og á þeim lista kom fram eitt úr frá Breitling. Titilúr þessarrar greinar, Breitling Superocean, er upprunalegt heiti kafaraúra Breitling sem komu út á 6. áratug síðustu aldar. Kafarafloti Breitling skiptist hins vegar í tvennt: Superocean og Superocean Heritage og líkt og Heritage heitið gefur til kynna, fer það aftur í upprunalegu hönnun úranna. Þessi Heritage lína hefur tvisvar komið við sögu í nútímanum, þar sem hún var gefin út árið 2007 í tilefni 50 ára afmælis Superocean, og aftur árið 2017 fyrir 60 ára afmæli línunnar.

Breitling eru ekki bara miklir þegar það kemur að úrum til að temja hafið heldur einnig í skyldum sínum á að vernda það. Í mars 2018 tilkynnti Breitling samband sitt við góðgerðasamtökin Ocean Conservancy, sem eru leiðandi þegar kemur að heilsu sjávar og í hreinsun stranda. Verkefni þeirra hafa verið starfandi í yfir 30 ár og hafa komið til aðstoðar í yfir 150 löndum. Einnig er Breitling í samstarfi með merkinu Outerknown sem gerir allar vörur sínar úr endurunnu rusli, veiddu úr sjónum. Í dag gera Breitling úraöskjur sínar úr endurunnu plasti og netum sem veidd hafa verið úr sjónum og það sama gildir um gúmmíólar þeirra.

Superocean Heritage

Byrjum þetta Heritage megin. Byggt á upprunalegu hönnuninni frá árinu 1957, sem þá hét auðvitað bara Superocean. Í fyrstu tilraun Breitling til hafsins, hittu þau naglann beint á höfuðið. Gert fyrir atvinnu kafarann en varð fljótt vinsælt hjá áhugamanninum.

Heritage línan fylgir sömu hönnun og þetta upprunalega úr, með sömu vísum sem gerir það einstaklega einfalt og þægilegt að lesa á skífuna. Úrið kemur í þremur stærðum: 42 mm, 44 mm og 46 millimetrum. Hægt er að það bæði sem klassískt þriggja vísa úr með dagsetningu og einnig með skeiðklukku. Heritage úrin koma með Breitling B20 gangverki sem er COSC vottað, með 70 klukkustunda hleðslu og allt að 8 ára ábyrgð. Úrin eru svo vatnsþétt niður á 200 metra.

Superocean

Þrátt fyrir að bera heiti upprunalegu kafaraúrana, þá fylgir Superocean ekki sömu hönnun. Í stað hönnunar frá 1957 þá fylgir það hönnun frá 1965. Úrið sækir innblástur sterklega frá Superocean Slow-Motion úrinu en það úr virkaði á einstakan hátt. Grunngildi kafaraúra er að hægt sé að lesa greinilega á þau, auðvelt sé að reikna liðinn tíma og lykilatriði er að það sé einhver vísir stöðugt á sjáanlegri hreyfingu, sem oftast er sekúndu vísirinn. Oftar en ekki er glerhringurinn notaður til að reikna tímann sem kafari hefur verið í kafi, Slow-Motion virkar hins vegar aðeins öðruvísi. Í eðli sínu er það í raun skeiðklukka sem mælir mínútur í stað sekúnda, í stað stöðugar hreyfingu frá sekúndu vísi þá er doppa á miðri skífunni sem að verður rauð þegar að skeiðklukkan er sett í gang og þá samtímis gengur auðssjáanlegur mínútu vísir sína leið og er aðal reiknitólið til að mæla tíma á kafi.

Nú til dags fylgir Superocean þessarri hönnun án skeiðklukku-eiginleikans. Úrin koma í stærðum fyrir alla: í 36 mm, 42mm, 44mm og 46mm. Úrin eru ekki einstökust fyrir söguna eða hönnunina, heldur frekar litagleðina sem Breitling leyfir sér að hafa með þessa línu. Frá skærustu tónum yfir í heilan regnboga, þá er einhver litur sem hlýtur að heilla hvern og einn. Úrin skortir heldur engin verkleg gæði, flest úrin eru 300 metra vatnsþétt en 46mm Super Diver heldur 1000 metra vatnsþéttni. Öll úrin nema Super Diver nota Breitling 17 gangverk sem er COSC vottað með 38 tíma hleðslu og allt að 4 ára ábyrgð.

Lokaorð

Kafaraúr hafa að miklu leyti misst upphaflegt hlutverk sitt til tölvunnar, en líkt og flest úr hafa þau fengið nýtt líf og nýtt notagildi. Sportlegur elegans úranna hefur gert þau að frábærum daglegum förunaut sem nýtur sín við óformlegustu og formlegustu tilefni. Breitling Superocean og Superocean Heritage eru til í verslun okkar á Hafnartorgi og bjóðum við ykkur innilega velkomin að skoða.