NÝ LÍNA
Longines á gríðarlega langa og ríka sögu tengda flugi og frá því að Longines kynnti „flugmannalínuna“ Spirit árið 2020 hefur hún slegið í gegn, bæði á Íslandi og á heimsvísu. Spirit er nýjasta lína Longines en frá því hún var kynnt hefur hún vaxið hratt; fengið útfærslur í fleiri málmum, stærðum og skífulitum. Hægt er að sjá nokkrar útfærslur af Spirit úrunum hér.
Núna var svo sennilega stærsta viðbótin við línuna að koma: Longines Spirit Zulu Time. Ég myndi jafnvel segja að koma Zulu Time sé stærri en koma upprunalegu Spirit úranna. Skoðum af hverju.
FLUGMANNAÚR
Flugmannaúr, eða „pilot’s watches“, er ákveðin undirtegund úra sem skiptist í tvennt, eftir því hvort sé um að ræða útlitsþemað og/eða tæknilegar útfærslur. Útlitsþemað er yfirleitt svört auðlesanleg skífa með tölustöfum frá einum upp í tólf og greinilegir vísar. Tæknilega útfærslan er þá það sem flest hugsa um sem Breitling Navitimer.
Þar sem virknin og útlitið mætast er svo í GMT-úrum, sem ég tel vera hin fullkomnu flugmannaúr (og ferðalangaúr). Besta dæmið um það er Rolex GMT-Master II. Það eru úr sem sýna tvö, eða fleiri, tímabelti í einu með tilkomu auka vísis á skífunni. Og núna bætist við annað gott dæmi: Longines Spirit Zulu Time.
LONGINES SPIRIT ZULU TIME
Þá komum við að því af hverju mér finnst Zulu Time vera merkilegri nýjung en upprunalegu Spirit úrin. Zulu Time er nefnilega GMT-úr. Og ekki bara GMT-úr heldur GMT-úr með sanni. Án þess að fara í smáatriðin, þá er hægt að útfæra GMT-úrverk á tvo vegu og Zulu Time fór flóknari leiðina, sem skilar sér í miklu skilvirkari leið fyrir notandann (Rolex fer að sjálfsögðu alltaf þessa leið í sínum GMT-úrum). Þú finnur almennt ekki „true GMT“ (og þegar ég segi almennt ekki, þá meina ég eiginlega bara alls ekki) úr á því verði sem Longines býður Zulu Time á. Endanlegt verð í íslenskum krónum er ekki komið, en það er mjög nálægt 500þ kallinum.
Zulu Time hafa nýja kynslóð úrverka, með 72 klst „power reserve“, sílíkon fjöður og COSC nákvæmnisvottun. Úrverkið var sérstaklega þróað fyrir Longines af systurfélaginu, ETA, og er hvergi fáanlegt annars staðar en í Longines úrum. Glerhringurinn er úr rispufríu keramiki, glerið er úr rispufríum safír og að lokum er úrið vatnshelt niður á 100M dýpi.
Longines Spirit Zulu Time koma í sex útfærslum, í fyrstu atrennu: þrír skífulitir með ýmist ól eða keðju,
HVAÐ ER ZULU TIME?
Zulu Time er það sem við myndum kalla GMT, eða Greenwich Mean Time, í daglegu tali. Réttara er þó að tala um UTC, eða Coordinated Universal Time, þar sem GMT er tímabelti, en UTC er tímastaðall.
Í flugiðnaðinum er UTC kallað Zulu Time, og allir flugmenn nota því Zulu Time í sínu starfi þar sem staðallinn tekur t.d. ekki mið af sumartíma og öðrum breytum sem geta haft áhrif á tímabelti. Nafnið er því einstaklega skemmtileg tenging við flugiðnaðinn, en nafnið er samt ekki gripið úr lausu lofti: Longines kom með módelið Zulu Time árið 1925.
Til gamans má geta að Ísland er alltaf á UTC ±0 þar sem við notum ekki sumartíma.
Skildu eftir svar
Þú verður að skrá þig inn til þess að rita athugasemd.