Ókeypis heimsending.

Bláar skífur: 17 herraúr í öllum verðflokkum

Þegar kemur að skífulitum eru svartur og silfur/hvítur langalgengustu litirnir. Skiljanlega svo sem, þeir ganga með öllu. Margir vilja þó meiri lit í líf sitt og síðustu tíu árin eða svo hafa úr með bláar skífur þó alltaf orðið vinsælli. Ég er ekki að segja að ég sé trendsetter, en ég keypti úr með blárri skífu 2011. Svo algengar eru bláu skífurnar núna að nánast öll merki bjóða upp á þær. Ég tók sama lista yfir nokkur úr frá okkar helstu framleiðendum til að gefa ykkur smá yfirlit yfir þetta.

Victorinox Alliance

Alliance línan frá Victorinox leynir á sér. Hún er sterka, þögla týpan. Ekki gleyma því að úrin eru bara side gig hjá Victorinox, fyrirtækið er langmest í því að framleiða hnífa – og þá sérstaklega svissneska vasahnífinn sem við þekkjum öll og elskum. Alliance línan er einmitt svolítið eins og svissneski vasahnífurinn. Hún lítur sparilega út, en ekki falla fyrir blekkingunni. Undir yfirborðinu er úr sem þolir meira en þú heldur. Það er vatnshelt og sterkbyggt. Fullkomið hversdagsúr eða fyrir þá sem láta eitt úr nægja.

Lotus Minimalist

Ódýrasta úrið á listanum en ekki láta verðið blekkja þig. Hér erum við að tala um úr á frábæru verði, 100M vatnsþétt svo það má fara með það í sund OG aukaleðuról fylgir með sem breytir heildarútlitinu mikið. Annað frábært hversdagsúr eða svokallað eitt-og-afgreitt. Þar sem Lotus er ekki jafn þekkt vörumerki og t.d. Tommy Hilfiger keppir það á öðrum grundvelli; verðum og gæðum.

TAG Heuer Aquaracer

Fyrsta þungavigtin á listanum. TAG Heuer er eitt stærsta úramerki heims og ekki að ástæðulausu, fyrirtækið býr að gríðarlegri ríkri sögu þegar kemur að nýsköpun og framþróun. Hér er um að ræða Professional 300 kafaraúr úr Aquaracer línunni. 300M vatnshelt, sjálftrekkt svissneskt úrverk með keramik bezel, kafarastækkun í lásnum, sjálflýsandi vísar og klukkundamerki. Þetta úr hefur allt sem þú þarft.

    Seiko Prospex

    Prospex vísar í „pro-specs“ og er lína sem stendur undir nafni. Þetta úr, Prospex 1965 Re-Interpretation ‘Save the Ocean’ (rosalega þjált og stutt heiti), er praktískt og áreiðanlegt. Rispufrítt safírgler, 200M vatnsþétt, kafarastækkun í lás og þú lætur gott af þér leiða, því af hverju Save the Ocean úri gefur Seiko til samataka sem hreinsa rusl úr sjónum. Ekki slæmt það.

    Kronaby Sekel

    Ég er ekki mjög mikill aðdáandi snjallúra, en fyrir Kronaby geri ég undantekningu. Þú velur þá eiginleika sem henta þér best og aðlagar úrið þitt að þér með mjög einföldu viðmóti í símanum þínum. Kronaby hjálpar þér að tengjast, en ekki truflast. Þú þarft aldrei að hlaða úrið, það er með rispufríu safírgleri og er vatnshelt. Eins og Renée Zellweger sagði í Jerry Maguire, you had me at þú þarft aldrei að hlaða úrið.

    Longines Conquest

    Eðli málsins samkvæmt mæli ég með öllum úrunum á þessum lista, en ég mæli extra mikið með þessu. Longines var stofnað árið 1832 í Sviss og merki þess, vængjaða stundaglasið, er elsta skráða vörumerki heims, sem enn er í notkun í óbreyttri mynd. Þú ert að fá ruglað hlutfall verðs og gæða. Longines er í hópi fimm stærstu úramerkja heims, þetta er pjúra lúxusmerki og -úr á fáránlegu verði. Ekki það, þetta er alls ekki ódýrt úr en þú ert að fá rosalegt úr fyrir peninginn.

    Tudor Pelagos

    Tudor er alveg fáránlega sterkt merki þegar kemur að kafaraúrum. Ég ræði um Black Bay línuna neðar í þessum lista, en Pelagos líður svolítið fyrir velgengi BB. Pelagos er kafaraúr með stóru K-i, eða bara hástöfum alveg. Þetta úr er ekkert að grínast. Auðvitað hentar það vel fyrir daglega notkun, því þrátt fyrir að vera temmilega stórt er það létt, þökk sé títaníuminu, en þetta úr var skapað fyrir sjóinn og köfun. Alvöru þungavigt hérna.

    Seiko Prospex LX

    Dýrasta úrið á listanum, sem sýnir breiddina sem Seiko býður upp á. Þetta er það allra besta sem Seiko framleiðir. Merkið fær hér lánaða tækni og úrverk frá systkyni sínu í Grand Seiko, svokallað Spring Drive úrverk. Það sameinar það besta úr mekanískum og quartz úrverkum í einu og sama úrverkinu. Vatnshelt, safírgler, títaníum, GMT-virkni og einstök nákvæmni.

    TAG Heuer Carrera

    Ekki alveg hlutlaust mat, þar sem ég var ánægður eigandi svona úrs í fimm ár, en Carrera úrin eru stórkostlega falleg. Fullkomið eitt-og-afgreitt úr fyrir mig; það er hægt að fara með það hvert sem er og það passar vel vil allt. Sparilegt en samt svolítið hvassar línur og sporteiginleikar. Vandað svissneskt, mekanískt úrverk og allt sem fylgir lúxusúri í þessum verðflokki.

    Victorinox I.N.O.X.

    I.N.O.X. er sterkur félagi sem fylgir þér í virkum lífsstíl, frá rimmu á íþróttavellinum til snöggra hitabreytinga – úr sjóðandi saunu í ísbað. Því I.N.O.X. þarf að undirgangast, og standast, 130 álagspróf eins og 10 metra fall, hitabreytingar og 8 tonna þrýsting. Þetta er sportlegt og skemmtilega ólíkt flestum úrum, og þetta er á einhvern ótrúlegan hátt með ól úr viði & leðri.

    NOMOS Glashütte Club

    NOMOS er eitt af mínum allra uppáhalds merkjum (öhöm er með NOMOS á hendinni þegar þetta er skrifað). Allt frá því ég kynntist merkinu hefur það verið í uppáhaldi hjá mér og þó ég vilji ekki gera upp á milli, þá er þetta Club úr sennilega uppáhalds úrið mitt frá þessum þýska framleiðanda – og þó er af nógu að taka. Ég er ennþá dolfallinn yfir handverkinu hjá þeim og hversu ótrúlega langt NOMOS hefur náð á ekki nema rétt rúmum 30 árum.

    Longines HydroConquest

    Ótrúlegar speccur á þessu úri á ótrúlegu verði. Eitt af þónokkrum kafaraúrum á þessum lista, en hey, þetta er minn listi og ég ræð. Þetta er framúrskarandi kafaraúr, sem unir sér jafn vel á 100 metra dýpi og í skrifstofuumhverfi því ef við horfumst í augu við raunveruleikann, þá er þetta úr aldrei að fara dýpra en fjóra metrana í Sundhöllinni. En þvílíkt úr til að hafa á skrifstofunni! Eða í sparifötunum. Eða stuttbuxunum á ströndinni.

    Longines Record

    Valið stóð á milli þess að setja þetta Record úr eða annað HydroConquest í annarri útfærslu. Ekki það, HydroConquestinn á alveg skilið tvö sæti hérna en meiri fjölbreytni er kannski betri. Hér erum við komin í það sem Longines gerir best; sparilegu úrin. Record línan er eeeeiginlega skilgreind sem það besta sem Longines hefur upp á að bjóða; gæði, klassík og COSC-vottað úrverk sem staðfestir gangnákvæmnina.

    Tudor Black Bay Fifty-Eight

    Black Bay línan er það sem hefur keyrt velgengni Tudor síðustu árin. Þetta er kafaraúr en ekki í hástöfum. Þetta er fyrir þá sem vilja sportlegt og vintage-innblásið úr, en fara aldrei dýpra en í heita pottinn. Úrið þolir að sjálfsögðu meira, en þetta er þetta þægilega hversdagslega útlit sem gengur með öllu. Fifty-Eight týpan byggir á fyrsta kafaraúri Tudor en það er þynnra og minna en hefðbundnu Black Bay úrin.

    Seiko Astron

    Astron línan er knúin áfram af ljósi og gengur alltaf hárnákvæmt, þökk sé GPS tengingu úranna. Þetta er hátæknilegt úr; með sólarsellur, gervihnattatengingu, skeiðklukku. stillir sig sjálfkrafa á það tímabelti sem þú ert í og stillir sig rétt upp á sekúndu tvisvar á sólarhring. Það er fislétt enda gert úr títaníum og eiginlega bara alveg fáránlega flott úr, og öll Astron línan.

    Tissot Gent XL

    Einfalt og stílhreint. Blá skífa og brún leðuról parast ótrúlega vel saman, ein af mínum uppáhalds litasamsetningum í úrum. Safírgler, svissnesk framleiðsla og safírgler. Þess utan er verðið aðgengilegt, sérstaklega fyrir Swiss Made úr, og skífan mjög auðlesanleg. Það er fáanlegt með keðju líka og þar ertu kominn með góða fjölbreytni ef þú vilt skipta á milli.

    Balmain Laelia

    Þrátt fyrir að vera franskt tískuhús, eru Balmain úrin framleidd í Sviss (af Longines m.a.s.). Þú ert því að fá alvöru gæði ofan á nafnið. Ég get ekki mælt nógu mikið með Balmain, sérstaklega fyrir þá sem finnst vörumerkin mikilvæg. Laelia línan er sí sem höfðar mest til mín og ef ég væri á höttunum eftir úri til að nota við fínni tilefni væri þetta meðal sterkustu keppinautanna.

    Þessi listi er á engan hátt tæmandi, þegar þetta er skrifað eigum við 112 herraúr með bláum skífum. Hér er stiklað á stóru og valin úr sem mér finnst falleg og/eða spennandi. Ef þú ert að leita að úri með blárri skífu hvet ég þig til að skoða úrvalið hér.

    Skildu eftir svar