Óskarsverðlaunin voru haldin í gær í 96. sinn. Líkt og undanfarin ár er ROLEX stoltur styrktaraðili Bandarísku kvikmyndaakademíunnar og Óskarsverðlaunanna. ROLEX hefur raunar stutt við kvikmyndagerð með ýmsum hætti svo árum skiptir, má þar nefna að James Cameron og Martin Scorsese eru Rolex „Mentors“ sem kenna ungu og upprennandi kvikmyndagerðarfólki fagið.
Hér að ofan má sjá gríðarlega fallegt „Græna herbergið“ í 2024 búningnum, sem ROLEX hannar og hýsir. En nóg um það, vindum okkur í úrin sem sáust á úlnliðum í gær.