Ókeypis heimsending.

Ferðalag í heim Rolex

FERÐALAG Í HEIM ROLEX

Hans Wilsdorf var sannfæður um getu mannsins til að skapa eitthvað nýtt og skara fram úr. Meira en 100 árum eftir stofnun merkisins er þetta viðhorf stofnandans meira áberandi en nokkru sinni fyrr, allt frá framleiðslu á úrum fyrirtækisins til skuldbindinga þess um allan heim.

SKULDBINDING VIÐ ÁGÆTI

Allt frá upphafi Rolex hefur saga þess einkennst af leitinni að fullkomnun og metnaði til að ná lengra.

SKULDBINDING VIÐ ÁGÆTI

Allt frá upphafi Rolex hefur saga þess einkennst af leitinni að fullkomnun og metnaði til að ná lengra.

„Mótstaðan gegn mér virtist óyfirstíganleg.“

Í upphafi 20. aldar var hugsjónamaður í London á barmi velgengni. Markmið hans? Að kynna fyrir úraheiminum áður óþekkt merki: Rolex. Þetta nýja merki, fundið upp árið 1908, yrði eitt virtasta vörumerki heims á aðeins nokkrum áratugum. Samkvæmt frásögn Hans Wilsdorfs í endurminningum hans um upphaf fyrirtækisins virtist mótstaðan gegn honum óyfirstíganleg í fyrstu. Þessi frumkvöðull tók fyrstu skrefin með lítið á milli handanna, en hann hafði ómetanlega eiginleika: framtíðarsýn, þrautseigju og mikla eljusemi. Hans Wilsdorf varð munaðarlaus 12 ára gamall og hafði ekkert nema ákveðni sína í að sigrast á áskorunum. Hann fann upp fyrsta vatnshelda, sjálftrekkjandi úrið með Perpetual snúð, úr sem er orðið fyrirmynd hvað varðar gæði og upphefð.

„Mótstaðan gegn mér virtist óyfirstíganleg.“

Í upphafi 20. aldar var hugsjónamaður í London á barmi velgengni. Markmið hans? Að kynna fyrir úraheiminum áður óþekkt merki: Rolex. Þetta nýja merki, fundið upp árið 1908, yrði eitt virtasta vörumerki heims á aðeins nokkrum áratugum. Samkvæmt frásögn Hans Wilsdorfs í endurminningum hans um upphaf fyrirtækisins virtist mótstaðan gegn honum óyfirstíganleg í fyrstu. Þessi frumkvöðull tók fyrstu skrefin með lítið á milli handanna, en hann hafði ómetanlega eiginleika: framtíðarsýn, þrautseigju og mikla eljusemi. Hans Wilsdorf varð munaðarlaus 12 ára gamall og hafði ekkert nema ákveðni sína í að sigrast á áskorunum. Hann fann upp fyrsta vatnshelda, sjálftrekkjandi úrið með Perpetual snúð, úr sem er orðið fyrirmynd hvað varðar gæði og upphefð.

„Of flókið, of viðkvæmt, illa hannað“ – viðbrögðin við úrinu voru full efasemda. En Hans Wilsdorf stóð fast við skoðun sína og tókst að ná háleitu markmiði sínu um að festa Rolex úrið – Oyster Perpetual – í sessi sem fyrirmynd fyrir vatnsheld úr: nákvæmt, sterkbyggt og þolir allar aðstæður. En hann var ekki bara hugsjónamaður sem færði Rolex úrunum grundvallartækni þeirra og útlit. Stöðug leit hans að fullkomnun fór hönd í hönd með miklu örlæti og óbilandi trú á möguleika mannsins.

„Of flókið, of viðkvæmt, illa hannað“ – viðbrögðin við úrinu voru full efasemda. En Hans Wilsdorf stóð fast við skoðun sína og tókst að ná háleitu markmiði sínu um að festa Rolex úrið – Oyster Perpetual – í sessi sem fyrirmynd fyrir vatnsheld úr: nákvæmt, sterkbyggt og þolir allar aðstæður. En hann var ekki bara hugsjónamaður sem færði Rolex úrunum grundvallartækni þeirra og útlit. Stöðug leit hans að fullkomnun fór hönd í hönd með miklu örlæti og óbilandi trú á möguleika mannsins.

SÉRÞEKKING SAMEINUÐ

Rolex er samþætt og sjálfstætt fyrirtæki með framleiðslugetu sem einkennist af yfirgripsmikilli kunnáttu og þekkingu. Úrsmiðir, verkfræðingar, hönnuðir og aðrir sérfræðingar vinna náið saman allt frá hönnun til framleiðslu úranna.

SÉRÞEKKING SAMEINUÐ

Rolex er samþætt og sjálfstætt fyrirtæki með framleiðslugetu sem einkennist af yfirgripsmikilli kunnáttu og þekkingu. Úrsmiðir, verkfræðingar, hönnuðir og aðrir sérfræðingar vinna náið saman allt frá hönnun til framleiðslu úranna.

Fyrirtækjamenning Rolex byggist fyrst og fremst á mannlegum gildum sem gera bæði sérkunnáttu og félagslega hæfileika að grunninum í verkefnum fyrirtækisins.

Hjá Rolex koma saman margvíslegar atvinnugreinar, með starfsfólki sem hefur sérþekkingu á sínu sviði. Fyrirtækið hefur algjöra stjórn á helstu íhlutum sínum, til dæmis gullblöndun, vélsmíði, pússun og samsetningu úrverksins, kassans, skífunnar og ólarhlutanna, ásamt greypingu gimsteina. Einnig er boðið upp á kunnáttu fyrirtækisins um allan heim í gegnum framúrskarandi viðgerðarþjónustu.

Fyrirtækjamenning Rolex byggist fyrst og fremst á mannlegum gildum sem gera bæði sérkunnáttu og félagslega hæfileika að grunninum í verkefnum fyrirtækisins.

Hjá Rolex koma saman margvíslegar atvinnugreinar, með starfsfólki sem hefur sérþekkingu á sínu sviði. Fyrirtækið hefur algjöra stjórn á helstu íhlutum sínum, til dæmis gullblöndun, vélsmíði, pússun og samsetningu úrverksins, kassans, skífunnar og ólarhlutanna, ásamt greypingu gimsteina. Einnig er boðið upp á kunnáttu fyrirtækisins um allan heim í gegnum framúrskarandi viðgerðarþjónustu.

Rolex hefur sína eigin þjálfunarmiðstöð til að tryggja að sérþekking merkisins lifi áfram til framtíðar. Miðstöðin er í Genf og skuldbindur sig til að skara fram úr og mennta starfsfólk. Hún þjálfar starfsfólk og leiðbeinir lærlingum. Markmið fyrirtækisins er að gera yngri kynslóðir stoltar af hæfileikum sínum og hjálpa þeim að ná fullkomnu valdi á þekkingu sinni.

Rolex hefur sína eigin þjálfunarmiðstöð til að tryggja að sérþekking merkisins lifi áfram til framtíðar. Miðstöðin er í Genf og skuldbindur sig til að skara fram úr og mennta starfsfólk. Hún þjálfar starfsfólk og leiðbeinir lærlingum. Markmið fyrirtækisins er að gera yngri kynslóðir stoltar af hæfileikum sínum og hjálpa þeim að ná fullkomnu valdi á þekkingu sinni.

ÚR ÓLÍKT ÖLLUM ÖÐRUM

Oyster Perpetual úrin voru byggð á velgengni upprunalega Oyster úrsins, sem Rolex fékk skráð einkaleyfi fyrir og hóf sölu á árið 1926.

ÚR ÓLÍKT ÖLLUM ÖÐRUM

Oyster Perpetual úrin voru byggð á velgengni upprunalega Oyster úrsins, sem Rolex fékk skráð einkaleyfi fyrir og hóf sölu á árið 1926.

Það var fyrsta vatnshelda armbandsúrið í heiminum og markaði brautina fyrir þróunina á úrunum eins og þau eru í dag. Með árunum komu fram fleiri nýjungar hjá Oyster úrinu – til dæmis sjálftrekkjandi úrverk með Perpetual snúðnum (1931) – sem urðu einkennandi fyrir úrin í þessu safni og festu yfirburði Rolex í sessi, með nákvæmni og áreiðanleika sem hornsteina þess.

Það var fyrsta vatnshelda armbandsúrið í heiminum og markaði brautina fyrir þróunina á úrunum eins og þau eru í dag. Með árunum komu fram fleiri nýjungar hjá Oyster úrinu – til dæmis sjálftrekkjandi úrverk með Perpetual snúðnum (1931) – sem urðu einkennandi fyrir úrin í þessu safni og festu yfirburði Rolex í sessi, með nákvæmni og áreiðanleika sem hornsteina þess.

Oyster þróaðist smám saman í safn úra með nýja eiginleika og tækni. Öll módelin eru með sömu grundvallareiginleika og auðþekkjanlegt útlit. Í dag er vörulínan með 12 línur sem skiptast í tvo flokka: Klassísk úr á borð við Datejust og Day-Date og Professional úr á borð við Explorer og GMT-Master II.

Sem frumkvöðull armbandsúrsins hefur fyrirtækið komið með fjölmargar mikilvægar nýjungar í úraheiminum og hefur fengið skráð yfir 500 einkaleyfi á ferlinum.

Oyster þróaðist smám saman í safn úra með nýja eiginleika og tækni. Öll módelin eru með sömu grundvallareiginleika og auðþekkjanlegt útlit. Í dag er vörulínan með 12 línur sem skiptast í tvo flokka: Klassísk úr á borð við Datejust og Day-Date og Professional úr á borð við Explorer og GMT-Master II.

Sem frumkvöðull armbandsúrsins hefur fyrirtækið komið með fjölmargar mikilvægar nýjungar í úraheiminum og hefur fengið skráð yfir 500 einkaleyfi á ferlinum.