Sviss er án efa land úrana og hægt er að deila um hver er höfuðborg landsins; hvort það sé Genf, Bern eða La Chaux-de-Fonds – allavega þegar kemur að úrum. Fyrir utan Sviss eru vissulega staðir og framleiðendur þar sem úrsmiði blómstrar t.d. hjá Seiko í Japan en fáir staðir eru jafn merkilegir og Glashütte. Í 175 ár hefur þýsk úrsmíði verið kennd við þennan litla smábæ í austurhluta Þýskalands, rétt fyrir utan Dresden. Þrátt fyrir að um og undir 7.000 manns búi í bænum, eða færri en íbúar Akraness, eru níu úraframleiðendur staðsettir þar. Merki á borð við A. Lange & Söhne og Glashütte Original eru með fínustu úraframleiðendum heims, en Glashütte er einnig heimili eins vanmetnasta úra merki nútímans.
NOMOS Glashütte er tiltölulega ungt merki á úramælikvarða þar sem það var stofnað árið 1990, aðeins mánuðum eftir fall Berlínarmúrsins. Sem nýtt merki þá notuðu NOMOS verk frá svissneska verkframleiðandanum ETA, en árið 2005 tryggði NOMOS framtíð sína sem sjálfstæður framleiðandi, með því að þróa og framleiða sín eigin úrverk (e. in-house) og hafa notað eigin úrverk síðan þá. Þetta var mjög jákvæð breyting hjá merkinu, þar sem það hélt í hefðir á úrsmíðaaðferðum sem notaðar höfðu verið í Glashütte í áratugi. Þekktast fyrir gæði og hönnun, en þýski Bauhaus stíllinn nýtur sín til fulls hjá NOMOS og látlaust yfirbragð úranna gert þau vinsæl hjá áhugamanninum. NOMOS er líka skemmtilegt merki þar sem það tekur sig ekki of alvarlega og er þekkt fyrir að nota margar óreglulegar litasamsetningar og hefur verið óhrætt að nota skæra og djarfa liti.
Verklega eru NOMOS ómótstæðileg í þeim verðflokki sem þau tilheyra, þar sem meirihlutinn af framboði þeirra er undir 500.000,- krónum. Verkin sem NOMOS framleiðir eru ýmist sjálftrekkt eða handtrekkt verk, sem merkið eru hvað þekktast fyrir. Nákvæm, áreiðanleg og gullfalleg eru þau lýsingarorð sem hvað best lýsa gangverkum NOMOS. Verkið sem sjá má hér er grunngangverk NOMOS og kallast það „Alpha“. Eins og sést þá vantar ekki upp á glæsileikann og auk þess sem áður kom fram, þá eru verkin frá NOMOS einstaklega þunn. NOMOS Alpha gangverkið er aðeins 2,6 millimetra þykkt, sem er þynnra en þrjú kreditkort. Þrátt fyrir hversu þunnt það er, þá gefur það ekkert eftir í nákvæmni þar sem hún er undir 10 sekúndum í skekkju á dag og með 43 tíma hleðslu. Allt þetta fyrir úr í þessum verðflokki er ótrúlegt afrek
Í verslun Michelsen 1909 á Hafnartorgi bjóðum við upp á fimm vörulínur frá NOMOS, en í heildina framleiðir merkið 13 mismunandi línur. Frá fínni úrum líkt og Orion og Ludwig í aðeins sportlegri úr með Tangente og Club, þá er hönnun þeirra mismunandi en heldur alltaf í sama kjarna: Bauhaus og gæði. Club er uppáhalds línan mín frá þeim þar sem þú hefur djarfa og fríska hönnun, með mikla flóru af litum sem hægt er að fá. Club er fáanlegt í bæði 36 og 38 millimetrum og hentar úrið því öllum, og er það með vissu sagt að allir geta fundið sér eitt úr sem þarf að eiga. Hjá mér er það úrið hér á neðan, í 38 millimetrum með NOMOS Alpha gangverkinu og svokallaðri Kaliforníu skífu. Djúpsvört skífa sem dregur augað að og sleppir ekki takinu, svört leðuról sem sker sig úr með því að vera úr rúskinni. Kassinn 100 metra vatnsþéttur með skemmtilegri merkingu að aftan til að tákna það.
NOMOS er eitt af þessum merkjum sem ég get ekki beðið eftir hvað kemur næst. Ég tel að allir sem hafa mikinn áhuga á úrum þurfi að prufa að eiga NOMOS úr, þar sem það er ekkert sem dregur fram sömu tilfinningu frá manni. Þrátt fyrir að merkið sé aðeins 35 ára gamalt þá hafa þau fest sig í sessi sem eitt skemmtilegasta og best verðsetta merkið á markaðnum. Ef þið viljið skoða og máta gæðin sem NOMOS hefur að bjóða þá bjóðum við ykkur velkomin í verslun Michelsen 1909 á Hafnartorgi.