Ókeypis heimsending.

Stundaglasið, bréf 4

Watches and Wonders hátíðin er komin og farin, við erum hins vegar ekki alveg hætt í umfjöllun okkar um nýjungar hátíðarinnar. Við munum snerta á sumum af minni framleiðendum úrabransans í þessu bréfi þar sem þeir allra stærstu hafa gefið út sínar bombur. Við munum einnig snúa okkur að viðskiptum og pólitík þar sem tollar Bandaríkjaforseta gætu haft stór áhrif á svissneska úraiðnaðinn.

Tollastríð Trumps

Rífum plásturinn af strax, eitt af stærstu fréttum síðustu vikna eru tollar Bandaríkjanna á innflutning. Þessar fréttir hafa haft mikil áhrif á samfélagið þrátt fyrir að búið sé að setja þessi áform á hlé.

Allir sem stunda viðskipti í hlutabréfum hafa fundið fyrir áhrifum þess með miklum breytingum á virði hlutabréfa. Þessir tollar munu hins vegar hafa mikil áhrif á úr þar sem að Bandaríkin eru mjög stór hluti af útflutning svissneskra úra.

Væntir tollar á svissneskan innflutning eru 31%, sem betur fer fyrir framleiðendurna fá þeir 90 daga frest á þessum nýju tollum, en 10% tollur er í gildi í millitíðinni.

Margir hafa gagnrýnt þessa tolla, sérstaklega þegar það kemur að Sviss og úraframleiðslu, þar sem í Bandaríkjunum ríkir ekki mikil hefð fyrir framleiðslu úra og framleiðslugeta þeirra nær ekki að halda uppi fjölda seldra úra í Bandaríkjunum eða svissneskum gæðum.

Breitling

Þá erum við búin að fara yfir allt það leiðinlega sem er í gangi í úrabransanum, og er þá tími til að fara í bjartari og skemmtilegri fréttir. Breitling hefur haldið útbreiðslu Top Time-línunnar áfram.

Þeir hafa gefið út tvö ný Top Time B01 og í þetta sinn er það í samstarfi við Coppi og Bartali, sem voru ítalskir hjólreiðakappar.

Tissot

Tissot tók ekki þátt í Watches and Wonders en þeir nýttu helgina til að gefa út nýjan Tissot PRX, þeir hafa áður gert úr líkt þessu þá í 35mm í rósagulli en kemur það út í stærri gerðinni, 40mm.

Hamilton

Hamilton hefur bætt við tveimur nýjum litum í Khaki Field Automatic-línunni, línan sækir mikinn innblástur frá gömlum hernaðarúrum.

Baume et Mercier

Framleiðandi sem ég er mjög heitur fyrir gaf út nýjar skeiðklukkur í Riviera-línu sinni á Watches and Wonders hátíðinni.

Alpina

Alpina gáfu út ný úr á Watches and Wonders hátíðinni, þessi úr ætti að höfða mikið til þeirra sem elska sígilda hönnun sem leitar í söguna.

Audemars Piguet

Eitt af stærstu merkjum heims, sem tók þó ekki þátt í Watches and Wonders hátíðinni, kynntu til leiks nýjungar í vikunni.

Union Glashütte

Lítið þekkt merki úr sögufrægum, þýskum bæ þegar það kemur að úrsmíði, merkið gaf frá sér tvö ný kafaraúr, annað þeirra með skeiðklukku.

Líkt og við var að búast þá var minna að frétta í þessari viku heldur en þeirri á undan. Mikið af stærstu og mest spennandi framleiðendunum eru búnir að gefa út helstu nýjunga ársins og þá förum ræðum við um þau merki sem minna þekkt eru. Takk fyrir lesturinn sjáumst aftur í fimmta bréfi stundaglassins.