Chronograph er með elstu og þekktustu upplýsingum og mælingum sem úr sýna, en hvað er chronograph og hver er uppruni þess? Chronograph þýðir á íslensku skeiðklukka: þar sem úrið mælir ákveðin tíma óháð hvað klukkan er. Þessar mælingar hafa verið notaðar á mismunandi máta, allt frá því að mæla hraða á fólki og ökutækjum og gefa út hraðasektir út frá þeim, í að mæla hve lengi eggin eru búin að vera að sjóða. Notkun skeiðklukkna hefur varla minnkað inn í nútimann heldur hefur hún breyst, skeiðklukkur eru komnar í símann og hraðamælingar eru gerðar á sama máta og áður, þar sem hraði er mældur yfir ákveðna vegalengd en það hefur verið inn byggt í hraðamyndavélar.
Við hjá Michelsen 1909 elskum skeiðklukkur og eigum þar með mörg þannig úr og frá öllum merkjum. Mig langar að skrifa um mín 5 uppáhalds skeiðklukkuúr óháð merki og verði. Listinn er í engri ákveðinni röð og er þetta mitt persónulega mat. Úrin eru öll til í verslunum okkar annars vegar í Kringlunni og Hafnartorgi og tekið verður fram hvar hægt sé að nálgast gripinn.
Seiko Prospex Speedtimer 1969 Re-creation
Fyrir ekki hærri upphæð ertu að fá ofboðslega mikið úr fyrir peninginn. Eins og svo margt hjá Seiko þá leita þeir í langa og farsæla sögu sína, úrið er byggt á úri frá árinu 1969 og er þetta nákvæmasta úrið á þessum lista. Í aðeins 39 millimetrum er úrið fjölbreytt þar sem hægt er að klæða það upp og niður og sólarrafhlaðan, sem heldur verkinu gangandi, gerir kassann þunnan á móti svo það passar undir skyrtur.
Panda litasamsetning, þar sem skífan er sólarsella, er einstaklega falleg og skýr, þar sem létt er að lesa á hana. Úrið sýnir dagsetningu og skeiðklukkan sýnir sekúndur og mínútur og er tachymeter-skali í glerhringnum, sem er notaður til að mæla meðal hraða yfir tilgreinda vegalengd.
Úrið er til í netverslun okkar og í verslun okkar í kringlunni.
Breitling Navitimer B01 Chronograph 43
Eitt sögufrægasta úrið, frá einum af sögulegustu framleiðendunum, Navitimerinn er eitt af fáum úrum sem eru auðþekkjanleg í úraheiminum og er saga þess mikil og áhugaverð, en ég fór vel yfir hana í síðustu grein minni. Navitimer úrin eru frá árinu 1952 og alveg frá byrjun hafa þau notast við mest einkennandi eiginleika úrsins sem er reiknistokkurinn (e. slide ruler). Úrið er sjálftrekkt með þekktasta gangverk Breitling, B01, og með því er hægt að fá allt að 8 ára ábyrgð. Skífan sýnir tímann, skeiðklukku og dagsetningu.
Á meðan Speedtimerinn hafði panda litasamsetningu, hefur Navitimerinn andstæðu þess: reverse panda. Svörtu og hvítu tónarnir passa mjög vel saman og þó að úrið sé töluvert stórt, eða 43mm, klæðist það minna á hendi. Úrið er bæði gróft og elegant þannig hægt er að nota það bæði með stuttermabol og fínustu jakkafötum.
Úrið er til í verslun okkar á Hafnartorgi.
TAG Heuer Carrera Chronograph ‘Glassbox’
Úrið sem kom mér ábyggilega mest á óvart á þessum lista er þessi gersemi frá Tag Heuer. Þegar ég sá fyrst myndir af þessu úri fannst mér þetta leiðinlegt og ófrumlegt en með tímanum og eftir að fá að handlanga, máta og í raun njóta úrsins þá hef ég kolfallið fyrir því. Carrera línan sem þetta úr tilheyrir hefur langa sögu alveg til ársins 1963 og þegar Heuer, og Breitling ásamt fleiri merkjum, framleiða fyrsta sjálfvindu skeiðklukkuverkið þá var þetta eitt af úrunum sem hlaut þann heiður að bera það verk. Línan hefur alveg frá upphafi, eins og TAG Heuer sem merki, verið inni í kappakstri og er heitið Carrera dregið frá Carrera Pan-Americana kappakstrinum í Mexíkó, sem var meðal hættulegustu kappakstra í heimi á þessum tíma.
Kappaksturs-DNA úrsins sést í því að það hefur skeiðklukku og tachymeter-skala, sem líkt og áður kom fram, er notað til að mæla hraða. Það sem sker þetta út úr og gefur þessu eintaki „Glassbox“ heitið er að tachymeterinn er nánast inn á skífunni, undir safír glerinu, í stað þessu að umvefja það. Úrið er aðeins 39 millimetrar og er fjölbreytt og ofboðslega þunnt miðað við að það er sjálftrekkt í smáleitum kassa.
Úrið er til í verslun okkar á Hafnartorgi.
TAG Heuer Monaco
Við höldum okkur í TAG Heuer fyrir næsta úr á þessum lista, þar sem líkt og með Navitimerinn erum við með eitt frægasta og þekktasta úrið í þessum bransa. TAG Heuer Monaco hefur algjörlega einstaka hönnun þar sem kassalaga formið gefur því ákveðinn sport klassa sem ekki mörg önnur úr geta uppfyllt, þó mörg önnur reyni. Eins og hin úrin sem eru á þessum lista þá hefur það mikla sögu, fyrst framleitt árið 1969 til að kynna fyrsta sjálfvindu skeiðklukkuna og einkennilegt er að krónan er öfugu megin. Skiptar sögur fara af því hvers vegna það var, sumir segja að þegar kom að framleiðslu verksins þá hafi verið gleymt að snúa því og sneri það þess vegna öfugt. Opinbera sagan er að þetta hafi verið viljandi gert, þar sem þetta átti að gera handtrekkingu erfiðari, þar sem að það var sjálftrekkt.
Úrið hefur komið í mörgum mismunandi litum og útfærslum, og í seinni tíð hafa þeir meira að segja lagað krónuna þannig hún sé réttu megin. Þetta eintak heldur annars í söguna og hefur, eins og upprunalega, krónuna öfugu megin. Þetta úr hefur sömu lita samsetningu og upprunalega úrið, sem Steve McQueen notaði eins og þekkt er í Le Mans myndinni frá 1971.
Úrið er til í verslun okkar á Hafnartorgi.
Breitling Top Time B01 Triumph
Síðast, en alls ekki síst, er þessi nýtískulega klassík frá Breitling. Eins og sést er ég alveg veikur þegar það kemur að sögu og þetta úr er engin undantekning frá þeirri reglu. Innblásið af hönnun frá sjötta áratugnum þar sem Breitling, sem hafði mest verið að gera úr fyrir flugmenn og kafara, vildi fanga unga götukappaksturskappann. Á tíma þar sem leikarar á borð við James Dean og Steve McQueen voru mestu töffararnir og myndir þeirra höfðuðu til yngri kynslóðar af töffurum, þá fylgdi Top Time þeirri ímynd. Úrið er gert í samstarfi við breska mótorhjólaframleiðandann Triumph og er skífan einstök hönnun í flota Breitling sem nefnist Zorro. Blá-gráu tónarnir sem skiptast á í skífunni eru einstaklega fallegir og keðjan á úrinu hentar þessu úri eins og vatn hentar plöntu.
Úrið sýnir aðeins tíma og skeiðklukku og notast það við B01 gangverk Breitling og hefur þar með 70 klukkustunda hleðslu og 5 ára ábyrgð sem hægt er að framlengja í 8 frábært ár.
Úrið er til í verslun okkar á Hafnartorgi.
Eins og sést, þá er úrval af skeiðklukkum mikið og mismunandi hjá okkur og er þetta aðeins brot af brot af því sem við höfum í verslunum okkar. Þó að þau séu öll ólík frá mismunandi merkjum og mismunandi línum, þá erinnan þeirra hönnunartungumálið það sama. Sömu reglur fylgja hönnuninni á sama máta. Það eru litlar skífur inn á skífunni sem segja mismunandi upplýsingar: stóri sekúnduvísirinn er skeiðklukkuvísir en ekki aðal sekúnduvísirinn, vanalega er hann í einum af undirskífunum. Öll (hér a.m.k.) hafa tvo auka takka á hliðinni auk krónunnar. Einu sinni var bara krónan, sem stjórnaði tímanum og byrjun, enda og endurstillingu á skeiðklukkunni. Þökk sé Breitling hefur þetta breyst og er búið að aðskilja þessa eiginleika sem einfalda notkun.
Þetta er hönnun sem hentar öllum, ungum sem öldnum, og er því tilvalið tækifæri að bæta einu svona í safnið á nýju ári.